EinarAron_circle.png

Einar Aron á að baki á annað þúsund töfrasýningar og skemmtanir. Hann hefur sýnt við flest tilefni, allt frá 17. júní hátíðarhöldum og útihátíðum í stærstu bæjarfélögum landsins, til vinnustaðaskemmtana og barnaafmæla. Þá hefur hann sýnt fingrafimi í íslenskum auglýsingum og sýnt töfrabrögð í jarðarförum og brúðkaupum.

​Í  stuttu máli tekur hann allt að sér. 

_MG_9573_1.jpg

JÓLIN

Askasleikir kemur snemma til byggða fyrir jólin, stundum einn og stundum með Grýlu eða bræðrum sínum. Askasleikir grínast, syngur jólalögin og allt annað sem venjulegur jólasveinn gerir nema hann töfrar líka.

IMG_2309.jpeg

TRALLI TRÚÐUR

Tralli trúður er skemmttilegur bingóstjóri. Hann er líka tilvalinn í skrúðgöngur og á útihátíðir. Einar Aron töframaður og Tralli trúður eru frábært dúó á útihátíðir því ferðakostnaðurinn er einfaldur.

IMG_0141.jpeg

ANNAÐ

Einar Aron hefur tekið að sér alls kyns verkefni og fundið lausnir á ótal vandamálum. Hann hefur leikið í auglýsingu, tekið á móti fólki á veitingastöðum og komið fram í jarðaför. Hann græjar þína þörf!

IMG_4454.JPG

EINKAGLEÐI

Það er margt sem fellur undir einkagleði. Stórafmæli, fjölskylduveislur, brúðkaup, fermingar, útskriftaveislur og allir þeir viðburðir sem fjölskyldan fagnar saman. Einar Aron hefur einstakt lag á að ná til allra aldurshópa í einu.

IMG_3385.JPG

HÁTÍÐIR

Einar Aron hefur komið fram á öllum helstu útihátíðum landsins, bæði í stórum og smáum bæjum, 17. júní, sjómannadeginum og við önnur tilefni. Einar Aron tekur Tralla trúð gjarnan með sér í bakpoka á hátíðir og því auka nafn fyrir lítinn pening.

14853281_10154379536114667_8033372892547

BARNAAFMÆLI

Einar Aron hefur yfir áratugs reynslu af því að skemmta í barnaafmælum. Að auki er alls ekki langt síðan hann var barn sjálfur. Síðan hans barnaafmæli.is  hefur slegið í gegn og fáir eins tilvaldir gestir í barnaafmælið.

15391378_10154497450354667_7306542681183

FYRIRTÆKI

Hér er Einar Aron á heimavelli. Hans uppáhalds töfrasýning er fyrir vinnustaði. Hann leggur mikla áherslu á að tengjast áhorfendum með góðum húmor og skemmtilegum töfrabrögðum.

michael-discenza-199756-unsplash.jpg

FORDRYKKUR

Einar Aron tekur að sér að að koma í fordrykki og standandi veislur. Hann skemmtir litlum hópum í senn, 2-3 einstaklinga og færir sig svo að næsta hóp.

Christmas Tablescape

JÓLATÖFRAR

Fáðu skemmtilega töfrasýningu með jólabrag á jólaballið, í leikskólann, í fyrirtækið eða heim í stofu. Einar Aron mætir í viðeigandi jólaklæðnaði og gerir sitt besta til að færa jólin bara aðeinsnær okkur.

Hér má sjá auglýsingu Arion banka sem Einar Aron var ráðinn í til að leika í. Hann á hendurnar í auglýsingunni.