top of page
EinarAron_circle.png

Einar Aron á að baki á annað þúsund töfrasýningar og skemmtanir. Hann hefur sýnt við flest tilefni, allt frá 17. júní hátíðarhöldum og útihátíðum í stærstu bæjarfélögum landsins, til vinnustaðaskemmtana og barnaafmæla. Þá hefur hann sýnt fingrafimi í íslenskum auglýsingum og sýnt töfrabrögð í jarðarförum og brúðkaupum.

​Í  stuttu máli tekur hann allt að sér. 

IMG_4454.JPG

EINKAGLEÐI

Það er margt sem fellur undir einkagleði. Stórafmæli, fjölskylduveislur, brúðkaup, fermingar, útskriftaveislur og allir þeir viðburðir sem fjölskyldan fagnar saman. Einar Aron hefur einstakt lag á að ná til allra aldurshópa í einu.

IMG_3385.JPG

HÁTÍÐIR

Einar Aron hefur komið fram á öllum helstu útihátíðum landsins, bæði í stórum og smáum bæjum, 17. júní, sjómannadeginum og við önnur tilefni. Einar Aron tekur Tralla trúð gjarnan með sér í bakpoka á hátíðir og því auka nafn fyrir lítinn pening.

14853281_10154379536114667_8033372892547

BARNAAFMÆLI

Einar Aron hefur yfir áratugs reynslu af því að skemmta í barnaafmælum. Að auki er alls ekki langt síðan hann var barn sjálfur. Vefsíðan hans barnaafmæli.is  hefur slegið í gegn og fáir eins tilvaldir gestir í barnaafmælið.

15391378_10154497450354667_7306542681183

FYRIRTÆKI

Hér er Einar Aron á heimavelli. Hans uppáhalds töfrasýning er fyrir vinnustaði. Hann leggur mikla áherslu á að tengjast áhorfendum með góðum húmor og skemmtilegum töfrabrögðum.

michael-discenza-199756-unsplash.jpg

FORDRYKKUR

Einar Aron tekur að sér að að koma í fordrykki og standandi veislur. Hann skemmtir litlum hópum í senn, oftast tveimur til fjórum í einu og færir sig svo að næsta hóp.

242019327_2990377174565910_3259684780035740041_n.jpeg

KIRKJUR

Ég býð upp á töfrasýningar fyrir kirkjur og frjálsa söfnuði. Í lok sýningarinnar get ég endað á góðum kristilegum boðskap  sem byggður er á Biblíunni.

_MG_9573_1.jpg

JÓLIN

Ég tek að mér töfrasýningar á jólaböllum og öðrum jólaviðburðum en er einnig í góðu sambandi við jólasveinafjölskylduna sem syngja, dansa og sum þeirra töfra.

IMG_2309.jpeg

TRALLI TRÚÐUR

Tralli trúður er skemmtilegur bingóstjóri og er tilvalinn á útihátíðir með Einari Aroni töframanni því ferðakostnaðurinn er einfaldur. Tralli fer hvorki í afmæli né  í vinnustaðapartý.

received_10208770609572696.jpeg

ANNAÐ

Einar Aron hefur tekið að sér alls kyns verkefni og fundið lausnir á ótal vandamálum. Hann hefur leikið í auglýsingu, tekið á móti fólki á veitingastöðum og komið fram í jarðaför. Hann græjar þína þörf!

Hér má sjá auglýsingu Arion banka sem Einar Aron var ráðinn í til að leika í. Hann á hendurnar í auglýsingunni.

bottom of page