Verið velkomin í töfraskólann!
Hér fyrir neðan eru myndbönd þar sem þú getur lært alvöru töfrabrögð! Það besta er, það er bæði frítt og einfalt!
Áður en við höldum áfram eru bara þrír hlutir sem þú þarft að leggja á minnið. Það eru gullnu reglur töframanna.
1. Aldrei endurtaka töfrabragð.
2. Aldrei segja hvernig það var gert.
3. Æfðu þig vel áður en þú sýnir nokkrum það.
Myndböndin eru af DVD diski sem ég gaf út árið 2014 í á annað þúsund eintökum sem seldist upp. Ég er að vinna að uppfærslu því ég er jú orðinn talsvert eldri en ég var þarna 17 ára gamall. Nýrra andlit og ný töfrabrögð eru væntanleg.
Horfðu vel á myndböndin hér að neðan og hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar!
Þinn vinur,