top of page
EinarAron_Logos_Tofraskolinn-black.png
Hér fyrir neðan eru myndbönd þar sem þú getur lært alvöru töfrabrögð! Það besta er, það er bæði frítt og einfalt!
Áður en við höldum áfram eru bara þrír hlutir sem þú þarft að leggja á minnið. Það eru gullnu reglur töframanna.

1. Aldrei endurtaka töfrabragð.
2. Aldrei segja hvernig það var gert.
3. Æfðu þig vel áður en þú sýnir nokkrum það.

Myndböndin eru af DVD diski sem ég gaf út árið 2014 og á annað þúsund eintök seldust og raunar lagerinn allur. Ég er að vinna að uppfærslu því ég er jú orðinn talsvert eldri en ég var þarna, 17 ára gamall. Nýrra andlit og ný töfrabrögð eru væntanleg. 

​Þú getur pantað töfranámskeið fyrir bekk, bókasafn, félagsmiðstöð eða fyrir afa og ömmu.


Horfðu vel á myndböndin hér að neðan og hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar!

Þinn vinur,
EinarAron_Logos_EinarAron-black.png

Ef þú vilt að ég láti þig vita næst þegar ég held
töfranámskeið skráirðu netfangið þitt hér fyrir neðan.

Takk fyrir  að skrá þig á listann.  Við  verðum í bandi!

Einkatímar

Ég tek að mér einkatíma í töfrabrögðum. Það getur verið sniðugt í afmælis- eða jólapakkann fyrir þá sem eiga allt eða fyrir þá sem hugsa ekki um annað en töfrabrögð. Einkatímarnir henta fyrir þá sem vilja bæta færni sína eða læra ný töfrabrögð og því hentugt fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Tíminn er 55 mínútna langur og kostar 16.000 krónur.

Öðruvísi töfranámskeið

Ég tek einnig að mér töfranámskeið sem eru sérsniðin að ákveðnum hópum. Sumarið 2021 hélt ég tíu námskeið fyrir eldri borgara. Ég aðstoðaði líka íslenskan geðlækni við að læra töfrabrögð sem hann sýnir skjólstæðingum sínum.
Einnig hef ég haldið kynningu á töfrabrögðum fyrir presta og námskeið fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda. 

Vertu áskrifandi að YouTube rásinni minni

bottom of page