Töfranámskeið fyrir eldri borgara

Ég býð upp á töfranámskeið sem eru sérsniðið að hæfni aldraðra sem hafa misgóða fingrafimi og getu. Á námskeiðinu munu allir finna eitthvað við sitt hæfi sem þau geta náð góðum tökum á. Ég legg auk þess mikla áherslu á persónuleg tengsl og geng á milli og aðstoða þá sem það þurfa.

Hvert námskeið getur verið allt frá 45 til 90 mínútna langt og fer eftir ykkar þörfum. Það getur meðal annars farið eftir því hvort námskeiðið sé fyrir félagsmiðstöð eldri borgara eða fyrir dagþjálfun.
Á námskeiðinu fá þátttakendur alla  nauðsynlega hluti afhenta til eignar. Enginn þarf því að taka neitt með sér.
Screenshot 2021-08-20 at 15.46.53.png

Fyrri námskeið

Ég setti upp og hélt tíu námskeið fyrir félagsmiðstöðvar eldri borgara á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sumarið 2021.

Hvert námskeið var um 90 mínútna langt og var almenn ánægja með námskeiðið, bæði meðal þátttakenda og starfsmanna. 

​Námskeiðið vakti mikla athygli og var fjallað um það í fréttatíma Stöðvar 2, Vísi, á Rás 2 og á Rúv.is sem sjá má HÉR. Einnig vöktu þekkingarmiðstöð um farsæla öldrun og Landssamband eldri borgara athygli á námskeiðunum.
Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk?
„Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“

-Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, 86 ára,
þátttakandi á námskeiðinu
dp copy.jpg

Um Einar Aron

Ég hef starfað sem töframaður frá árinu 2006 og held á milli 100-150 töfrasýningar á ári hverju, fyrir fólk á öllum aldri, í litlum sem stórum hópum.

Vorið 2021 útskrifaðist ég með bakkalár gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og stunda nú meistaranám við Háskólann á Akureyri í stjórnun í heilbrigðisþjónustu. Ég er auk þess stundakennari við félagsráðgjafardeild HÍ og held töfrasýningar þess á milli. Málefni aldraðra eru mér hugleikin og hef faglega þekkingu á málaflokknum.

Hafðu samband hér fyrir neðan til að skipuleggja og fá verðtilboð í námskeið í þínu bæjar- eða sveitarfélagi.