top of page
Kirkjur
Ég býð upp á töfrasýningar fyrir kirkjur og frjálsa söfnuði. Ég set sýninguna saman með samsetningu áhorfendahóps í huga, þá hvort um sé að ræða barnastarf, fermingarfræðslu, fjölskylduhátíð eða starf eldri borgara.
Í lok sýningarinnar enda ég á góðum kristilegum boðskap sem byggður er á Biblíunni eins og sjá má í myndbandinu sem tekið var upp fyrir Lindina, kristilega útvarpsstöð.
Tilbreyting í safnaðarstarfið
Að fá töframann til að segja frá boðskapi Biblíunnar er skemmtileg tilbreyting við það fjölbreytta og góða starf sem kirkjan býður upp á og getur verið gott og gaman fyrir kirkjugesti að heyra hugvekju á annan hátt en áður, með hjálp sjónhverfinga.
Flestar töfrasýningar eru um 20 mínútna langar og innihalda stutta hugvekju í tengslum við töfrabrögðin. Verðhugmynd eru 60.000,- krónur. Aðstæður eru þó mismunandi og þarfir kirkjunnar líka. Hægt er að óska eftir lengri sýningu eða skipta stuttri hugvekju út fyrir ræðu dagsins. Reikningur er að sjálfsögðu gefinn út og allt gefið upp til skatts. Við gjöldum jú keisaranum það sem keisarans er.
„Einar Aron er frábær. Auk þess að sýna frábær töfrabrögð, þá gefur hann líka af sér sem manneskja og fær okkur til að hugsa um lífið og tilveruna. Það er ástæðan fyrir því að við fáum hann til að skemmta okkur aftur og aftur. Hann klikkar ekki.“
-Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg,
prestur í Ástjarnarkirkju
Bóka í kirkjuna
Bóka
Hvers vegna töfrabrögð með boðskap?
Þrettán ára gamall bauðst mér að taka þátt í hæfileikakeppni Þjóðkirkjunnar sem haldin var á Akureyri. Ég ákvað því að setja saman atriði við hæfi þar sem ég blandaði saman þeim hæfileikum sem Guð hefur gefið mér, við hans orð. Vel tókst til og ég sigraði minn flokk en það var ekki allt. Ég uppgötvaði frábæra leið til að breiða út boðskap Jesú á sjónrænni hátt en oft tíðkast. Í dag er ég félagi í alþjóðlegu félagi kristinna töframanna.
Myndbönd
Hér eru tvö myndbönd til viðbótar sem ég gerði fyrir Lindina, kristilega útvarpsstöð. Myndböndin eru aðeins brot af þeim töfrabrögðum með boðskap sem ég kann og hef einnig sett saman kennslu byggða á kennslu kirkjunnar þann sunnudaginn.
Kennslur
Það þurfa ekki alltaf að vera töfrabrögð en mér finnst skipta máli að sögum fylgi eitthvað sjónrænt og mikil gleði. Hér eru því tvö dæmi um kennslur þar sem ég notast við leikmuni.
bottom of page