Background-01-RGB.png
DP2020Skuggib.png

GLEÐI AÐ LEIÐARLJÓSI

Hæ! Ég heiti Einar Aron og er einn yngsti atvinnu töframaður landsins. Ég legg mikla áherslu á að blanda húmor saman við flott töfrabrögð með það að leiðarljósi að áhorfandinn skemmti sér sem best. Þannig enda ég með flotta og skemmtilega töfrasýningu. 

Mér finnst mikilvægara að fólk brosi heldur en að þau standi agndofa yfir töfrabrögðunum. Lykilatriðið er að hafa bara gaman. 

Ég hef hef reynslu af öllum gerðum skemmtana, allt frá útihátíðum og brúðkaupum til barnaafmæla og elska að taka að mér ný og skemmtileg verkefni.

Ég ábyrgist pottþétta skemmtun sem slær í gegn! Ef þú verður fyrir vonbrigðum vil ég vita það og endurgreiði í topp. Þú hefur því í raun engu að tapa.

Meira um mig, einskonar æviágrip má finna HÉR.

SKEMMTUN VIÐ ÖLL TILEFNI

Þú last rétt. V​IÐ ÖLL TILEFNI!

Í stórafmæli, vinnustaðaskemmtanir, barnaafmæli, í fordrykk eða standandi veislu, leik,- grunn- og framhaldsskóla, útihátíðir, brúðkaup, jarðarfarir og allt annið líka.

Til að bóka barnaafmæli, smellið HÉR.

 
 

ÞAÐ SEM FÓLK SEGIR

Ég bara verð að fá að mæla með þessum unga manni sem ég fékk til að halda smá skemmtun í barnaaafmæli í dag. Hann náði svo vel til þeirra og þau (sem og við fullorða fólkið) vorum hæst ánægð með hann og dagurinn var æðislegur. Langaði bara að láta vita af honum fyrir ykkur mæður sem vantar hugmyndir í afmælin 👌

Svana Eysteinsdóttir

Birtist á Mæðra tips!

TÖFRAR ALLSSTAÐAR

ÉG GERI LÍKA VEFSÍÐUR

Falleg vefsíða er stolt fyrirtækisins og skiptir máli út á við. Hefjumst handa.

EinarAron.is þjónusta.png
Barnaafmæli.is skjáir.png

Ég yrði afar þakklátur ef þú myndir læka síðuna mína á Facebook 😅