EinarAron2.png

GLEÐI AÐ LEIÐARLJÓSI

Hæ! Ég heiti Einar Aron og er einn yngsti atvinnu töframaður landsins. Ég legg mikla áherslu á að blanda húmor saman við flott töfrabrögð með það að leiðarljósi að áhorfandinn skemmti sér sem best. Þannig enda ég með flotta og skemmtilega töfrasýningu. 

Mér finnst mikilvægara að fólk brosi heldur en að þau standi agndofa yfir töfrabrögðunum. Lykilatriðið er að hafa bara gaman. 

Ég hef hef reynslu af öllum gerðum skemmtana, allt frá útihátíðum og brúðkaupum til barnaafmæla og elska að taka að mér ný og skemmtileg verkefni.

Ég ábyrgist pottþétta skemmtun sem slær í gegn! Ef þú verður fyrir vonbrigðum vil ég vita það og endurgreiði í topp. Þú hefur því í raun engu að tapa.

Meira um mig, einskonar æviágrip má finna HÉR.

SKEMMTUN VIÐ ÖLL TILEFNI

Þú last rétt. V​IÐ ÖLL TILEFNI!

Í stórafmæli, vinnustaðaskemmtanir, barnaafmæli, í fordrykk eða standandi veislu, leik,- grunn- og framhaldsskóla, útihátíðir, brúðkaup, jarðarfarir og allt annið líka.

Til að bóka barnaafmæli, smellið HÉR.

 
 

ÞAÐ SEM FÓLK SEGIR

Fengum Einar Aron töframann í 8 ára barnaafmæli og ég gæti ekki mælt nægilega með þessum frábæra skemmtikrafti. Hann hélt 20 stúlkum alveg hugföngnum með flottum töfrabrögðum og góðri skemmtun. Bæði börnin og foreldrarnir veltust um af hlátri. Öll samskipti í aðdraganda voru líka til fyrirmyndar, póstum svarað og mjög áreiðanlegt og fagmannlegt. 5 stjörnur!

Sigrún Ólafsdóttir

_MG_9573_1.jpg

ASKASLEIKIR
KEMUR Í HEIMSÓKN

Nú fer að líða að jólum og bræðurnir 13 láta fljótlega sjá sig. Þú getur fengið jólasvein á jólaballið, í bekkinn, á íþróttaæfinguna, í afmælið o.s.frv.). Askasleikir kemur annað hvort einn eða með bróður sinn með sér.

​Þú getur líka fengið heimsókn á aðfangadag heim að dyrum!

TÖFRAR ALLSSTAÐAR

ÉG GERI LÍKA VEFSÍÐUR

Falleg vefsíða er stolt fyrirtækisins og skiptir máli út á við. Hefjumst handa.

EinarAron.is þjónusta.png
Barnaafmæli.is skjáir.png

Ég yrði afar þakklátur ef þú myndir læka síðuna mína á Facebook 😅