top of page
EINAR ARON
Hæ! Ég heiti Einar Aron og er líklega yngsti atvinnu töframaður landsins. Ég legg mikla áherslu á að blanda húmor saman við flott töfrabrögð með það að leiðarljósi að áhorfandinn skemmti sér sem best. Þannig enda ég með flotta og skemmtilega töfrasýningu.
Ég ábyrgist pottþétta skemmtun sem slær í gegn! Ef þú verður fyrir vonbrigðum vil ég vita það og endurgreiði í topp. Þú hefur því í raun engu að tapa.
MEÐ GLEÐI AÐ LEIÐARLJÓSI
SÝNINGIN
Ég hef hef reynslu af öllum gerðum skemmtana, allt frá útihátíðum og brúðkaupum til barnaafmæla og elska að taka að mér ný og skemmtileg verkefni.
Ég er í raun ekki bara töframaður heldur líka eins konar uppistandari því mér finnst skipta meira máli að fólk hafi gaman en að sjá stórfengleg töfrabrögð. Ef gestirnir þínir hlæja og njóta sýningarinnar er markmiði mínu náð.
SKEMMTUN VIÐ ÖLL TILEFNI
Þú last rétt. VIÐ ÖLL TILEFNI!
Í stórafmæli, vinnustaðaskemmtanir, barnaafmæli, í fordrykk eða standandi veislu, leik,- grunn- og framhaldsskóla, útihátíðir, brúðkaup, jarðarfarir og allt annið líka.
Bóka
TÖFRI TÖFRI
bottom of page