top of page
  • Hvernig er dagurinn þinn?
    Frábær! Takk fyrir að spyrja. Hvernig er þinn?
  • Hvernig verð ég töframaður eða töfrakona?
    Töfrabrögð eru gerð þannig að það er auðvelt að byrja og erfitt að vera rosalega fær. Stundum er aðveldast að læra töfrabrögðin og erfiðast að skapa umhverfið fyrir töfrabragðið, þ.e.a.s. hvar brandararnir eiga að koma inn, hvenær ég á að gera „töfrahreyfinguna“ þannig að enginn sjái, hvenær ég gef pásu og í hvaða röð sé best að gera töfrabrögðin. Það fyrsta sem þú getur gert er að fara á næsta bókasafn og leita að bókum um töfrabrögð. Bækur eru ein besta leiðin til að læra ný og auðveld töfrabrögð. Í bókum eru oftast bara kennd töfrabrögð þar sem þú þarft hluti sem þú átt þegar heima hjá þér eða getur keypt ódýrt í íslenskum verslunum. 1. Lærðu tvö til þrjú töfrabrögð vel. Það algengasta er með spilum eða peningum en það má vera með hverju sem þér finnst best. 2. Æfðu þig, æfðu þig, æfðu þig… 3. Munu að töfrar er líka leiklist. 4. Sýndu fyrir fólk eins oft og þú getur. 5. Ekki stressa þig, töfrar eru skemmtilegir. 6. Gerðu þetta persónulegt. Þú mátt breyta töfrabragðinu eða því sem þú segir eftir því sem hentar þér.
  • Gullnu reglur töframanna
    1. Aldrei endurtaka töfrabragð. 2. Aldrei segja hvernig það var gert. 3. Æfðu þig vel áður en þú sýnir nokkrum það.
  • Hversu mikið á ég að æfa mig?
    Áður en við sýnum einhverjum töfrabragð skiptir máli að við kunnum það inn og út svo við ruglumst ekki og fólk fatti hvernig við gerðum það. Mér finnst best að æfa mig sjálfur, æfi mig svo fyrir framan spegil og æfi mig svo blindandi. Þegar ég er orðinn góður í töfrabragðinu skrifa textann sem ég flyt, læri hann utanað og æfi svo textann á sama tíma og ég æfi töfrabragðið. Þá er ég tilbúinn til að sýna fólki töfrabragðið.
  • Töfraorð
    Um hókus pókus fílírókus Hin alþjóðlega töfraþula, hókus pókus fílílókus, er latína, kominn úr kaþólskum messusöng. Þegar presturinn söng við altarisgönguna: ,,Hoc est pater filiusque’’ sem þýðir: þetta er faðirinn og sonurinn. Þá hélt ólatínulærður almenningur að um töfraþulu væri að ræða. Og auðvitað notfærðu menn sér hana þegar mikið lá við og fóru með eins og þeim fannst hún hljóma í munni prestsins ,,hókus pókus fílílókus”
  • Hefur þú spurningu?
    Sendu mér fyrirspurn neðst á síðunni og ég svara þér um leið og ég get. Kannski birti ég hana jafnvel hér.
bottom of page