Torat: Hefur einhver hér séð sýningu hjá honum? Hef bara séð myndböndin á sýningunni hans og langar að sjá hann live, en missi alltaf af honum ef hann er einhversstaðar opinberlega.
Sumarsæla: Hann var á leikskólahátíð hjá börnunum mínum og mér þótti hann mjög flottur...svo er hann bara svo GÓÐUR..bara algjör snillingur þessi drengur :)
Torat: Já, hann er snillingur, og svo flottur :D
Sf175: Flottur, skemmtilegur og klár er það sem kemur upp í hugann hjá mér. Ég skemmti mér þrælvel á sýningu með honum - hann er svona mátulega fýlulega kaldhæðinn :) Og já, svo líka mjög góður töframaður :)
Andy1: Hann kom á árshátíð hjá vinnunni okkar og þetta var alveg æðislegt! Rosalega góður og algjört krútt:)
Af þræði Bland.is.
Scarpa: Hvar getur maður fundið trúða til þess að skemmta á barnaskemmtunum? Ég var eitthvað að reyna að gúggla en fann voðalega lítið.
Joice: ég veit ekki með trúða, en ég hef verið í afmæli þar sem ungur töframaður, Einar einstaki, var að skemmta. Það var algjörlega frábært og krakkarnir fíluðu hann i botn, og við fullorðnu líka :) Virðist vera ljúfur og flottur strákur, mun hiklaust fá hann í barnaafmæli til mín þegar ég get :)
Af þræði bland.is.
Hingað kom töframaðurinn Einar einstaki og skemmti stúlkunum með ótrúlegum og skemmtilegum atriðum. Auk þess var Einar svo örlátur að hann gaf hverri og einni þeirra DVD disk með sér að kenna töfrabrögð. Mjög fallega gert af honum.
Greinina má lesa hér.
Einar einstaki mætti á sumarhátíð í leikskólanum Hlíð í morgun við mikla lukku. Mæli eindregið með honum.
Meðmæli á Facebook.
Einn elskulegasti drengur sem á vegi mínum hefur orðið og jeminn hvað þú ert flinkur, hlakka miiiiikið til að sjá þig í action sem fyrst.
Meðmæli á Facebook.
Þú ert glæsilegur á myndinni og brögðin þín er mjög skemmtileg -haltu áfram og reyndu að ná til sem flestra, þú ert góð fyrirmynd.
Meðmæli á Facebook.
