top of page

Töfranámskeið
fyrir 8-12 ára

fimmtudaginn 9. mars 2023, kl. 16:30-18:00

kr. 6.000,-

Á námskeiðinu læra börn fyrstu skrefin í töfraheimiminum. Þau munu læra töfrabrögð sem þau ná góðum tökum á, óháð getustigi, því má vænta töfrasýningar í næsta fjölskylduboði. Að auki verða kennd grunnatriði í framkomu.

Á námskeiðinu fá þátttakendur alla  nauðsynlega hluti afhenta til eignar. Enginn þarf því að taka neitt með sér.

​Námskeiðið fer fram í Fjölskyldulandi, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík.
14853281_10154379536114667_80333728925472457_o.jpg

Skráning

Fyrri námskeið

Einar Aron hefur haldið á fjórða tug töfranámskeiða, má þar helst nefna tíu námskeið fyrir félagsmiðstöðvar eldri borgara í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar sumarið 2021.

Námskeiðin voru mis krefjandi en allir lærðu eitthvað nýtt sem þau ekki kunnu áður. Ef eldri borgarar geta lært að töfra geta börn það líka.
Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk?
„Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“

-Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, 86 ára,
þátttakandi á námskeiðinu
EinarAron_circle.png

Um Einar Aron

Einar Aron ákvað níu ára gamall að verða töframaður þegar hann yrði stór. Ári síðar hélt hann sína fyrstu töfrasýningu, fyrir fermingu fagnaði hann hundruðustu sýningunni og seldi inn á hana. Nú heldur hann á milli 100-150 töfrasýningar á ári hverju, fyrir fólk á öllum aldri, í litlum sem stórum hópum.

Einar er meistaranemi í félagsráðgjöf, hefur unnið lengi með börnum, hefur mikla þekkingu á málaflokknum og þær áskoranir sem honum fylgja. Hann nær vel til barna og leggur áherslu á persónuleg tengsl.
bottom of page