top of page

Skari skrípó

Skari skrípó

Óskar Jónasson er leikstjóri en hann einnig þekktur sem töframaðurinn Skari Skrípó. Hann var líklega fjórði íslenski töframaðurinn, á eftir Baldri Brjánssyni, Pétri Pókus, Baldri Georgs (Baldur og Konni) og Jóni Aðalbirni.


Árið 1994 þótti honum töfrasýningar það hallærislegasta sem til var. Hann var beðinn um að skemmta á árshátíð og ákvað að leita að einhverju nægilega hallærislegu svo fólk mynd örugglega hlægja. Hann fékk góðar undirtektir og eftirspurning jókskt jafnt og þétt. Hann hélt m.a. töfrasýningar fyrir söngkonuna Björk Guðmundsdóttur og David Bowie og kom fram á bæjarhátíðum og öðrum stærri hátíðum. Hann auglýsti sýningarnar sínar á Strætó.


Sirkús Skara skrípó var sýning í Loftkastalanum sem hóf göngu sína 1996, samin af Óskari og Baltasar Kormáki. Þar sagaði Skari konu í sundur og hættulegt dýr lék listir sýnar. Siegfried og Roy og Baldur Brjánsson voru meðal annars fyrirmyndir sýningarinnar. Sýningin var vel sótt. Þrátt fyrir að heita sirkús og var haldin í leikhúsi var þetta hvorki sirkússýning né leiksýning. Þetta var töfrasýning með miklum húmor.


Skari skrípó sagði réttilega að til að blekka fólk þurfi að draga athygli þess frá því sem er raunverulega aða gerast.


Óskar virðist fyrir hættur að koma fram sem Skari skrípó þó svo að nafnið hans komi annað slagið fram. Hann var veislustjóri árið 2006 og kom fram í sjónvarpsþættinum Logi í beinni ásamt fleiri töframönnum 20. febrúar 2009.

Skari skrípó
bottom of page