Siegfried and Roy
Siegfried Fischbacher fæddist 1939 og Roy Horr 1944, báðir í Þýskalandi. Þeir eru þekktastir sem Siegfried og Roy. Í sýningunum þeirra komu hvít ljón og tígrisdýr fram.
Vinirnir hittust á skemmtiferðaskipi og fóru fljótlega að skemmta saman, fyrst á skipum og síðar á Evrópskum skemmtistöðum og leikhúsum. Árið 1967 var þeim boðið að skemmta í Las Vegas sem þeir og gerðu. Fyrst voru þeir hluti af stærri sýningu með atriði í miðjunni en með tímanum færðust þeir upp metorðastigann. Þeir fóru loks að enda sýningarnar. Árið 1990 bauðst þeim að setja upp sýna eigin sýningu sem þeir gerðu til ársins 2003. Þeir kynntust fjölda fólks og voru meðal annars vinir Michael Jackson sem samdi lag fyrir þá.
Árið 1999 kom út 50 mínútna kvikmynd eftir Brett Leonard, með þá Siegfried og Roy í aðalhlutverki.
Sjónvarpsþættirnir The Simpsons hafa lengi verið taldir hafa eitthvað spádómsgildi en ýmislegt sem fram kom í þáttunum, hefur ræst, löngu eftir að það birtist í þáttunum. Árið 1993 kom þátturinn „$pringfield (or, How I Learned to Stop Worrying and Love Legalized Gambling). Í þættinum verða töframennirnir, Siegfried og Roy, fyrir árás hvíts tígrisdýrs í miðri töfrasýningu. Tíu árum síðar, árið 2003, réðst hvítt tígrisdýr á Roy í miðri sýningu sem slasaðist illa. Þeir hættu að töfra eftir það.
Árið 2020 greindist Roy með COVID-19 og lést sama ár, 75 ára gamall. Ári síðar greindist Siegfried með krabbamein í brisi og lést skömmu síðar, 81 árs.