top of page

Howard Thurston

Howard Thurston

Howard Thurston fæddist 1869 í Bandaríkjunum. Hann æfði sig að töfra þegar hann var yngri en mamma var mjög mótfallin því. Hann sá síðar töfrasýningu hjá Alexander Herrmann, varð heillaður og vildi gera sitt best til að halda jafn góða sýningu. Hann fór að heiman til að ganga í sirkús þar sem hann kynntist manni sem myndi seinna halda töfrasýningar með honum, Harry Kellar.


Töfrasýning Thurston varð svo stór um sig að það þurfti átta lestar til að flytja sýninguna hans. Dótið vóg 40 tonn!


Thurston var bráðkvaddur árið 1936, 66 ára gamall. Hans er enn getið og hanga plaköt af honum víða. Dale Carnegie hitti Thurston á síðustu sýningunni hans á Broadway. Þá hafði Thurston selt 60 milljón miða á sýningar og hagnast um tvær milljónir dollara sem var enn stærri upphæð en hún er í dag. Alltaf hafði hann einlægan áhuga á fólki og var þakklátur fyrir allt það fólk sem kom á sýningarnar hans. Fyrir hverja sýningu stóð Thurston fyrir aftan tjaldið á sviðinu og sagði endurtekið: „Ég elska áhorfendurna“. Dale Carnegie vitnaði í Thurston í bók sinni Vinsældir og áhrif.

Howard Thurston
bottom of page