top of page

Harry Kellar

Harry Kellar

Harry Kellar fæddist 1849 og var bæði kallaður „deildarforseti töfrabragða“ og „ástsælasti töframaður sögunnar“. Hann hét réttu nafni Heinrich Keller en foreldrar hans voru þýskir innflytjendur í Bandaríkjunum.


Frá 12 ára aldri lærði hann töfrabrögð þegar hann ferðaðist með öðrum töframanni. Hann valdi hvert einasta orð vandlega og fínstillti hverja hreyfingu. Það skilaði honum miklum vinsældum en hann var einn vinsælasti töframaður Bandaríkjanna frá árunm 1896-1908 en fór í sýningatúra í fimm heimsálfum. Á seinni hluta 19. aldar og snemma á 20. öld ferðaðist hann með stærstu sýningu sjónhverfinga. Hann er frægastur fyrir að láta konu svífa upp úr sófa sem sveif svo frá sviðinu og yfir áhorfendur sem hvarf svo.


Árið 1917 setti Houdini upp töfrasýningu þar sem Kellar kom fram í síðasta skiptið. Sýningin var styrktarsýning fyrir fjölskyldur hermanna sem dóu þegar skipi var sökkt af Þjóðverjum.


Kellar var forveri Harry Houdini og góður vinur hans og tók við af töframanninm Robert Heller. Kellar hætti að töfra 1908 og gaf þá Howard Thurston sýninguna sína. Hann lést árið 1922.

Harry Kellar
bottom of page