top of page

Dai Vernon

Dai Vernon

Dai Vernon hét réttu nafni David Verner og fæddist árið 1894. Hann var stundum kallaður prófesserorinn (e. The Professor) af öðrum töframönnum. Hann er þekktastur fyrir að hafa haft mikil áhrif á close up töfrabrögð og lyfti flokknum á nýtt þrep. Hann sérhæfði sig í Fyrsta töfrabragðið lærði hann þegar hann var sjö ára gamall en seinna sagði hann að hann hafi sóað fyrstu sex árum lífs síns.


Hann flutti ungur til New York og kynntist þar frægum töframönnum á borð við Harry Kellar og Harry Houdini. Árið 1919 bjó hann til útgáfu af Ambitious Card, þar sem valið spil endar alltaf efst í bunkanum, sem blekkti m.a. konung spilanna (e. King of Cards), Harry Houdini. Hannn varð einnig þekktur fyrir útgáfu hans af Cups and Balls og Chinese Linking Rings.


Vernon varð mjög eftirsóttur töframaður og tók að sér töframenn á borð við Michael Ammar, Richard Turner, Max Maven og Doug Hennning. Vernon var til staðar fyrir þá, leiðbeindi og þjálfaði.

Á sjöunda áratug síðustu aldar flutti Vernon til Californiu og aðstoðaði Larsen við stofnun The Magic Castle í Hollywood. Í dag er setustofa í anddyri kastalans tileinkuð prófessornum. Dai Vernon lést árið 1992. Hann var brenndur og er askan geymd í viðarboxi á hillu fyrir utan einn af fjölmörgum sölum í Töfrakastalanum.

Dai Vernon
bottom of page