Baldur Georgsson
Baldur Georgsson er annar íslenski töframaðurinn. Hann fæddist árið 1927, hálf íslenskur og hálf ungverskur. Hann var einnig búktalari og kom þá fram með brúðunni Konna. Hann er yfirleitt þekktur sem Baldur og Konni.
Sem ungur drengur fór Baldur að fikta við töfarbrögð sér til gamans en áhuginn óx og óx. Kunningi hans vissi af áhuganum og bað hann um að koma fram á skemmtun. Efins í fyrstu, lét hann tilleiðast og gekk sýningin sæmilega. Svo vel að hann var strax beðinn um að koma fram á annari skemmmtun. Tveimur árum síðar hafði hann haldið um 200 töfrasýningar.
Baldur kom fyrst fram 16 ára gamall, árið 1943. Tveimur árum síðar kom Konni til sögunnar. Baldur og Konni komu reglulega fram í tívolíinu í Vatnsmýrinni á árunum 1947-1960 en komu víða við, meðal annars í tívolíinu í Kaupmannahöfn. Þeir komu einnig fram í sjónvarpi og í kvikmyndinni Með allt á hreinu (mín. 26:50).
Árið 1946 varði Baldur nokkrum mánuðum í Danmörku til að kynna sér nýjungar í töfralistinni. Hann sneri fljótlega heim og hélt áfram að skemmta landsmönnum.
Baldur skrifaði tvær bækur: Konni og Baldur gera galdur (1960) og Galdra- og brandarabók Baldurs og Konna (1977). Hann gaf einnig út fimm plötur. Það er ekki alveg ljóst, en líklegt er að frasinn „saltkjöt og baunir, túkall“ sé eftir Baldur. Elsta hljóðritaða dæmið er frá 1954 af plötu Baldurs.
Baldur lést árið 1994, 66 ára gamall, eftir nokkur veikindi. Konni lifir góðu lífi á Þjóðminjasafninu en Baldur hafði sjálfur óskað eftir því.