top of page

Alexander Herrmann

Alexander Herrmann

Alexander Herrmann var franskur töframaður sem fæddist árið 1844. Hann var betur þekktur undir nafninu The Great Herrmann og Herrmann the Great. Hann var hluti af Herrmann fjölskyldunni sem hefur verið kölluð fyrsta töfrafjölskyldan. Alexander var yngstur af 16 systkinum og bæði foreldrar og mörg systkini stunduðu töfrabrögð.


Þegar Alexander var átta ára fékk hann að taka þátt í töfrasýningum bróður síns og saman ferðuðust þeir um heiminnn og héldu sýningar. Loks skildu leiðir, bróðirinn fór til Evrópu og Alexander til Bandaríkjanna og fékk þar ríkisborgararétt. Þar hélt hann áfram að töfra, núna með konunni sinni. Þau gerðu meðal annars he bullet catch.


Alexander klæddi sig upp eins og hefðbundinn töframaður, í jakkafötum, með pípuhatt og með hvíta hanska. Í fyrsta atriðinu á sýningunni hans gekk hann inn á svið, tók af sér hanskana og lét alls konar hluti birtast. Það geymdi hann innan á jakkanum sínum, við köllum það body load. Einu sinni, fyrir eina sýninguna, hafði hann tekið af sér jakkan og lagt frá sér. Þá kom leikhússtjórinn sem lagði líka frá sér jakkan og þeir spjölluðu saman. Þá tók leikhússtjórinn upp jakkan og fór. Bjallan hringdi og Alexander tók upp hinn jakkan, klæddi sig í og gekk inn á svið. Tónlistin byrjaði. Hann hneigði sig, tók af sér hvítu hanskana og undirbjó sig til að láta þá hverfa. Þá fattaði hann að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Hann var í vitlausum jakka og án jakkans gat hann ekkert gert.  Hann gerði eins og sannur töframaður gerir, lét eins og allt væri í lagi. Hann tók upp spilastokk af borðinu og sýndi listir sínar með þeim, kallaði í aðstoðarmann og bað hann um að finna leikhússtjórann. Loksins fannst hann, Alexander skaust baksviðs, skipti um jakka, fór aftur upp á svið og kláraði töfrabragðið.


Alexander lést úr hjartaáfalli árið 1896, sem hannn fékk um borð í lest á leið á næstu sýningu. Hann var 52 ára gamall. Adelaide Herrmann, konan hans, hélt áfram með sýninguna þeirra og fékkk viðurnefnið „Drottning töfranna“ (e. The Queen of Magic).

Alexander Herrmann
bottom of page