top of page
Einar einstaki
Þegar ég byrjaði að töfra vildi ég koma fram undir sérstöku „töfranafni“, öðru en bara Einar töframaður eða Einar Aron töframaður. Pabbi stakk uppá Einar einstaki og þar með var það ákveðið. Þegar ég hugsa til baka held ég að það hafi veitt mér einskonar sérstöðu og eflaust hjálpað til við markaðssetningu.
Það var svo í júní 2020 sem ég ákvað að leggja "einstaki" á hilluna, eftir rétt tæpega 15 ára notkun, og koma fram undir eigin nafni, þ.e.a.s. Einar Aron töframaður. Við eigum ekki gott máltak til að lýsa því en it feels like home. Þjónustan hefur ekkert breyst, hefur í raun bara stækkað og orðið betri samhliða því sem ég hef tekið að mér fleiri og fjölbreyttari verkefni eins og vefsíðugerð, ráðgjöf og fyrirlestra sem hefði e.t.v. verið stærri hjalli undir nafninu Einar einstaki.
Einn daginn tek ég viðurnefnið kannski upp sem ættarnafn en í bili læt ég þar við sitja, þakklátur fyrir það sem það færði mér.
bottom of page