top of page

Jón Aðalbjörn

Jón Aðalbjörn

Jón Aðalbjörn Bjarnason er fæddur árið 1932 og er töframaður frá Ísafirði. Hann var útnefndur heiðursfélagi nr. 2 í Hinu íslenska töframannagildi í virðingarskyni fyrir störf sín í þágu töfralistarinnar á Íslandi. Hann er betur þekktur sem Jón ljósmyndari en hann rak Ljósmyndastofu Kópavogs um árabil sem þá var sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu. Hann var með þeim fyrstu til að framkalla litfilmur úr myndavélum.


Jón lærði töfrabrögð af Dananum Simson sem varði stundum á Ísafirði en hann var sirkúslistamaður. Hann átti sitt eigið sirkústjald og ferðaðist um og setti upp sirkússýningar. Símson var afar vinalegur við Jón og kenndi honum töfrabrögð.


Á 7. áratug síðustu aldar ferðaðist Jón með Baldri Geirmundssyni og einni hljómsveita hans. Þau settu upp skemmtun þar sem var spilað, sungið og töfrað. Jón endaði prógrammið á því að draga bíl með tönnunum sem vóg líklega um tvö og hálft tonn og stundum stóð öll hljómsveitin á bílnum. Á skemmtun í Austurbæjarbíói dró hann heila rútu. Hljómsveitin kom fram þrjú til fjögur kvöld í viku svo nóg var um að vera hjá Jóni.

Jón Aðalbjörn
bottom of page