Skilmálar og fyrirkomulag barnaafmæla

Pakkar 1, 2 og 3

Fyrirkomulagið og verðin gilda fyrir eitt afmælisbarn, allt að 30 börn, innandyra í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu.

Verðið hækkar um 5.000 kr. þegar börnin eru orðin frá 31-40 talsins og um 10.000 kr. frá barni 41 og upp úr.

Verðið hækkar um 5.000 kr. þegar afmælið er utan heimilisins, þ.e. í sal og um 10.000 kr. sé afmælið haldið utan dyra. 
Ef um sameiginlegt afmæli er að ræða er rukkað 1.000 kr. fyrir hvert auka afmælisbarn nema um systkini sé að ræða. Sú hækkun er einungis vegna þess að afmælisbörnin fá plakat og töfrasprota og því aukinn kostnaður vegna þess.

Pakki 3

Gert er ráð fyrir 30 mínútna pásu þar sem krakkarnir fá snarl, hvort sem það er matur, kökur eða annað sem skipuleggjendur afmælisins sjá um. Í raun sérð þú aðeins um boðskort, veitingar og hjálpar krökkunum með hvað sem kemur óvænt uppá svo fjörið geti haldið áfram fyrir hina (eins og fara á klósettið og þess háttar.
Einar Aron mætir með allt sem hann þarf á að halda, borð, hátalara og eflaust blöðrur svo ekkert þarf að hafa fyrir honum.