• Einar Aron

Tímastjórnun

Til þess að hafa sem mest áhrif þurfum við að nýta tímann okkar eins vel og hægt er. Mánaðarlaun geta nýst vel, hægt að leggja til hliðar og ávaxta en tíminn sem líður kemur aldrei aftur.


Rifjaðu upp upp hvar þú varst og hvað þú gerðir milli klukkan 19-21 síðasta þriðjudag. Ef þú manst það ekki er hætt við að við séum ekki að nýta tímann eins vel og við getum og við fáum þann tíma aldrei aftur. Hann er farinn að eilífu.

Tími fer ekki í manngreinarálit, hann er sá sami fyrir alla. Leiðtoga og fylgjendur, skipulagða og óskipulagða, lata og duglega. Við höfum öll 24 stundir í sólarhring.

Til þess að taka skref í átt að betri tímastjórnun þurfum við að átta okkur á tímaþjófum í kringum okkur. Hér lista ég upp nokkur atriði sem hafa áhrif á hvernig við nýtum tímann okkar. Listinn er ekki tæmandi.

TRUFLANIR. Sumir sjá sýnileika sem það að vera laus og trufla leiðtoga án fundar. Berðu virðingu fyrir tíma þínum og settu fólki mörk.


SNJALLSÍMINN. Á sama hátt og einhver droppar inn og truflar geta símtöl, sms, tölvupóstar og DM (messenger) skilaboð haft áhrif á það sem við komum í verk. Settu þér mörk og gerðu eitt af tvennu; Settu símann á hljótt og geymdu hann þar sem þú sérð hann ekki eða slökktu á tilkynningum og hljóði og láttu hann snúa niður.


SOCIAL MEDIA. Við eigum það til að detta inn á TikTok eða Instagram, mamma festist á Facebook og við bara skrollum. Endalaust. Legðu símann frá þér! Hvernig viltu hafa áhrif á aðra ef þú hefur ekki stjórn á þér?


LÉLEGT SKIPULAG. Ef við höfum ekki skipulag komum við verkum seint og illa í verk. Mér fannst frábært að kveikja á Netflix á meðan ég skrifa ritgerðir eða skrifa tölvupósta. Áður en ég vissi af var ég að horfa á Netflix. Skipuleggðu pásur. Skipuleggðu verkefni og veldu þér eitt verkefni til að klára í senn. Multitask virkar ekki, það hægir á þér og dregur úr þér orkuna.


LÉLEG VERKASKIPTING. Stundum treystum við ekki fólki fyrir því sem við gerum og við viljum gera allt sjálf. Lærðu að deila verkefnum. Ef þú treystir ekki fólki sem þú leiðir og byggir upp ertu eflaust að gera rangan hlut í lífinu. Hjálpaðu fólki í fyrstu, kenndu þeim verkefnið hægt og rólega og á endanum þarftu aldrei að hugsa út í það aftur.


FORGANGSVERKEFNI ÓSKÝR. Eisenhower vitnaði einu sinni í Dr. Roscoe Miller, forseta Northwestern háskólans og sagði:

„Ég hef tvö vandamál. Það sem liggur á og það sem er mikilvægt. Það sem liggur á er ekki mikilvægt og það sem er mikilvægt liggur ekki á.“ Temdu þér að forgangsraða og fylgja því.