Einar Aron á að baki á annað þúsund töfrasýningar og skemmtanir. Hann hefur sýnt við flest tilefni, allt frá 17. júní hátíðarhöldum og útihátíðum í stærstu bæjarfélögum landsins, til vinnustaðaskemmtana og barnaafmæla. Þá hefur hann sýnt fingrafimi í íslenskum auglýsingum og sýnt töfrabrögð í jarðarförum og brúðkaupum.

​Í  stuttu máli tekur hann allt að sér. 

EINKAGLEÐI

 

Stórafmæli, fjölskylduveislur, brúðkaup, fermingar, útskriftaveislur og allir þeir viðburðir sem fjölskyldan fagnar saman.

HÁTÍÐIR

Einar Aron hefur komið fram á öllum helstu útihátíðum landsins, bæði í stórum og smáum bæjum, 17. júní, sjómannadeginum og við önnur tilefni. Einar Aron tekur Tralla trúð gjarnan með sér í bakpoka á hátíðir og því auka nafn fyrir lítinn pening.

BARNA-AFMÆLI

Einar Aron hefur áralanga reynslu af því að skemmta í barnaafmælum. Að auki er alls ekki langt síðan hann var barn sjálfur. Síðan hans barnaafmæli.is  hefur slegið í gegn!

FYRIRTÆKI

Hér er Einar Aron á heimavelli. Hans uppáhalds töfrasýning er fyrir vinnustaði. Hann leggur mikla áherslu á að tengjast áhorfendum með góðum húmor og skemmtilegum töfrabrögðum.

FORDRYKKUR

Einar Aron tekur að sér að að koma í fordrykki og standandi veislur. Hann skemmtir litlum hópum í senn, 2-3 einstaklinga og færir sig svo að næsta hóp.

JÓLATÖFRAR

Fáðu skemmtilega töfrasýningu með jólabrag á jólaballið, leikskólann, í fyrirtækið eða heim í stofu.

TRALLI TRÚÐUR

Tralli er skemmttilegur bingóstjóri og er tilvalinn í skrúðgöngur og á útihátíðir. Einar Aron töframaður og Tralli trúður eru frábært dúó á útihátíðir.

JÓLIN

Askasleikir, uppáhalds sonur Grýlu (og uppáhalds jólasveinn allra landsmanna) og Grýla sjálf koma snemma til byggða fyrir jólin.

ANNAÐ

Einar Aron hefur tekið að sér alls kyns verkefni og fundið lausnir á ótal vandamálum. Hann hefur leikið í auglýsingu, tekið á móti fólki á veitingastöðum og komið fram í jarðaför. Hann græjar þína þörf!

Einar Aron leggur áherslu á heiðarleika og samfélagslega ábyrgð. Allar greiðslur fara í gegnum fyrirtækið Einstakar lausnir ehf., kt. 451114-0420, sem stendur skil á öllum opinberum gjöldum.

Einar Aron.png

Sími: 692 2330

einararon@einararon.is

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram

ERTU MEÐ SPURNINGU?

©2021 Einar Aron töframaður