Einar Aron á að baki á annað þúsund töfrasýningar og skemmtanir. Hann hefur sýnt við flest tilefni, allt frá 17. júní hátíðarhöldum og útihátíðum í stærstu bæjarfélögum landsins, til vinnustaðaskemmtana og barnaafmæla. Þá hefur hann sýnt fingrafimi í íslenskum auglýsingum og sýnt töfrabrögð í jarðarförum og brúðkaupum.

Árshátíðir, stórafmæli, brúðkaup og fjölskylduhátíðir

Einar Aron hefur komið fram á fjölda árshátíðar og í stórafmælum, bæði einstaklinga og fyrirtækja. Sýningin einkennist ef miklum húmor, oft kaldhæðni, í bland við flott töfrabrögð. Einar leggur mesta áherslu á að allir skemmti sér eins vel og mögulegt er.

 

Hér er Einar Aron á heimavelli. Hans uppáhalds töfrasýning er fyrir vinnustaði. Hann leggur mikla áherslu á að tengjast áhorfendum með góðum húmor og skemmtilegum töfrabrögðum. 

Gleði einkennir sýningar Einars Arons á vinnustaðaskemmtunum.

Vinnustaðaskemmtanir
 

Einar Aron tekur að sér að að koma í fordrykki og standandi veislur og sýnir þá annars konar töfrabrögð en venjulega. Einar tekur 2-3 einstaklinga fyrir í senn, sýnir þeim nokkur töfrabrögð og færir sig til næsta hóps sem standa á spjalli þar til boðsgestir hafa allir séð töfrabrögð.

Fordrykkir og standandi veislur
 
 

Einar Aron hefur áralanga reynslu af því að skemmta í barnaafmælum. Að auki er alls ekki langt síðan hann var barn sjálfur. Hann veit því upp á hár hvað gleður börn og fær þau til að hlæja. Þess vegna er Einar Aron tilvalinn í öll barnaafmæli.

Sértu að halda barnaafmæli setti Einar á fót heimasíðu sem fjallar einungis um barnaafmæli. Kíktu á barnaafmæli.is.

Barnaafmæli

Einar Aron hefur komið fram á öllum helstu útihátíðum landsins, bæði í stórum og smáum bæjum, 17. júní, sjómannadeginum og við önnur tilefni.

Einar tekur Tralla trúð gjarnan með sér í bakpoka og getur því bæði sýnt töfrabrögð og komið stuttu síðar fram sem Tralli trúður og glatt börnin með gríni og glens. Því er hægt að bóka tvo skemmtikrafta en kosnaðurinn við að koma sér á staðinn aðeins fyrir einn.

Útihátíðir
 

Einar Aron hefur tekið að sér alls kyns verkefni og fundið lausnir á ótal vandamálum. Hann hefur leikið í auglýsingu, tekið á móti fólki á veitingastöðum og stytt þannig bið eftir matnum, komið fram í jarðaför svo fátt eitt sé talið.

Hafðu samband og finnum út úr þessu.

Finnur þú ekki það sem þú leitar að?
 

Einar Aron leggur áherslu á heiðarleika og samfélagslega ábyrgð. Allar greiðslur fara í gegnum fyrirtækið Einstakar lausnir ehf., kt. 451114-0420, sem stendur skil á öllum opinberum gjöldum.

logo2020hvítt.png

Sími: 692 2330

einararon@einararon.is

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram

ERTU MEÐ SPURNINGU?

©2020 by Einar Aron töframaður