LEIKSKÓLAR
Leikskólaheimsóknir er með því skemmtilegasta sem ég tek mér fyrir hendur. Þessum töfrasýningum má yfirleitt skipta upp í tvo flokka, annars vegar sýningar fyrir leikskólabörnin og hins vegar sýningar á vorhátíðum. Hægt er að bóka í forminu neðst á síðunni. Auk þess býð ég upp á jólasveinaheimsóknir, blöðrudýr og andlitsmálun.
Fyrir börnin
Töfrasýningin er yfirleitt um 20 mínútna löng og einkennist af miklum húmor og einföldum og litríkum töfrabrögðum sem fanga athygli barnanna vel og heldur áhuga þeirra allan tímann. Verð fyrir sýninguna er 70.000 kr.
Vorhátíðir
Töfrasýningar á vorhátíðum eru fjölskylduvænar og henta því börnunum, systkinum þeirra og foreldrum svo allir hafi gaman að. Ég tek allt með á staðinn, bæði borð og hátalara, svo ekkert þarf að hafa fyrir mér. Verð fyrir sýninguna er 90.000 kr.
Jólasveinaheimsóknir
Hér rétti ég Askasleiki keflið en við þekkjumst ágætlega. Hann heldur úti vefsíðu fyrir sig og fjölskylduna en þar sem lesa má betur um verð, fyrirkomulag og þjónustu. Kíktu yfir HÉR.
Blöðrudýr
Það er gaman að fá blöðrudýr í hendurnar en það er enn skemmtilegra að sjá það snúið fyrir framan sig. Við erum nokkrir sem tökum að okkur að gera blöðrudýr fyrir leikskóla. Oft byrja ég (eða enda) á töfrasýningu og nýti það sem eftir er tímans í blöðrudýr. Stundum mæti ég bara til að gera blöðrudýr og stundum með fleiri með mér. Bókanir og nánari upplýsingar má finna HÉR.
Andlitsmálun
Vinkonur mínar taka að sér andlitsmálun og eru heldur betur flinkar. Þær mæta með allt til alls með sér en þurfa tvo stóla, einn fyrir málarann, hinn fyrir barnið. Bókanir og nánari upplýsingar má finna HÉR.
