top of page
Einar Aron töframaður

Mínar uppáhalds skemmtanir eru fyrir börn, kannski vegna þess að það er svo stutt síðan ég var barn sjálfur. Ég hef mikla reynslu af smáum sem stórum hópum, kann fullt af töfrabrögðum, leikjum og öðru glensi sem þarf í barnaafmæli. Sýningin einkennist af mikilli gleði í bland við flott töfrabrögð. Í lok sýningarinnar fær afmælisbarnið svo áritað plakat og töfrasprota.

Ekkert þarf að undirbúa fyrir heimsóknina þar sem ég tek allt með sjálfur. Ég kem með tösku sem nýtist sem borð þegar ég skelli þrífæti undir. Ég þarf alls ekki mikið pláss heldur.

Hægt er að velja á milli fjögurra pakka og töfrasýning er hluti af þeim öllum.

Pakki 1

20 mínútur

kr. 25.000,-

Töfrasýning

Töfrasýningin er um 20 mínútna löng. Nokkur börn fá að aðstoða Einar Aron en allir krakkarnir fá þó að taka virkan þátt í sýningunni. Athugið að pakki eitt er aðeins fyrir bekkjarafmæli (ekki fjölskyldur eða bekkjarhitting).

Pakki 2

35 mínútur

kr. 30.000,-

Töfrasýning og töfrakennsla

Einar Aron mætir á svæðið og sér um 35-40 mínútna dagskrá. Hann byrjar á töfrasýningu og kennir börnunum síðan eitt töfrabragð sem þau geta náð góðum tökum á. Pakki tvö er vinsælastur um þessar mundir. Athugið að pakki tvö er aðeins fyrir bekkjarafmæli (ekki fjölskyldur eða bekkjarhitting).

Pakki 3

Tveggja tíma afmæli

kr. 40.000,-

Töfrar, leikir, blöðrur og fjör

Einar Aron mætir á svæðið og heldur uppi fjöri í tveggja tíma afmæli. 90 mínútna dagskrá og 30 mínútna matur. Krakkarnir geta átt von á töfrasýningu, blöðrum, dansi, tónlist, leikjum og heilt yfir frábæru fjöri. Allir fá einfalt blöðrudýr með sér heim.

Það eina sem þú sérð um eru boðskort og veitingar og sérð til þess að börnin hagi sér vel svo fjörið geti haldið áfram fyrir hina.

Pakki 4

Fjölskylduafmæli

kr. 30.000,-

Töfrasýning

Sýningin er um 20 mínútna löng en er með örlítið öðruvísi sniði en hinar þar sem hún er hugsuð fyrir gesti á öllum aldri, bæði börn á breiðu aldursbili, unglinga og fullorðna. Í stað þess að trekkja upp galsa meðal bekkjarfélaga er hún hugsuð sem fjölskyldusýning þar sem bæði börn og fullorðnir skemmta sér eins vel og best verður á kosið.

Blöðrudýr

Snúin á staðnum

kr. 25.000,-

Blöðrudýr

Það er gaman að fá blöðrudýr í hendurnar en það er enn skemmtilegra að sjá það snúið fyrir framan þig. Ég býð uppá skemmtileg blöðrudýr sem henta vel fyrir barnaafmælið. Verð er 25.000 kr. óháð fjölda barna en að hámarki 60 mínútna heimsókn, það eru líklega um 30 blöðrudýr. Ég kem með allt til alls svo ekkert þarf að hafa fyrir mér. Þetta ætti því að vera einstaklega þægilegt fyrir ykkur.

Allt um barnaafmæli

Einar Aron á og rekur vefinn barnaafmæli.is. Á vefsíðunni hefur hann tekið saman það helsta sem þarf að vita um afmælin, svo sem undirbúninginn, leiki og veitingar ásamt góðum tékklista sem leiðir mann í gegnum ferlið.

Hér er það helsta sem kemur fram en meiri upplýsingar eru aðgengilegar á barnaafmæli.is

Undirbúningur í barnaafmæli

Hugsið vel hverjum á að bjóða og passið að skilja ekki einn eða tvo útundan, því miður gerist það enn í dag. Go big or go home gildir ekki í barnaafmælum. Settu budget áður en þú byrjar og fáðu aðstoð úr stórfjölskyldunni eða foreldrar annarra barna á meðan afmælinu stendur.

Leikir í barnaafmæli

Á vefsíðunni er að finna á þriðja tug leikja sem einfalt er að framkvæma. Það eru þessir hefðbundnu eins og limbó og pakkaleikur en svo má lengja pakkaleikinn og byrja á sprengjuleik. Svo er blöðru-fjársjóðsleik, bingó, stólaleikur og tískusýning. 

Veitingar í barnaafmæli

Veitingar þurfa hvorki að vera flóknar né dýrar, það fer að vísu ekki alltaf saman en getur vissulega gert það. Ég mæli með að bjóða aðeins upp á drykki í fernum (Svali, Flórídana o.s.frv.) og koma þannig í veg fyrir að það sullist niður. Þannig er líka hægt að áætla kostnað betur, það er bara ein (eða tvær) fernur á gest. Kakan þarf svo ekki að vera stór heldur getur verið muffins sem börnin geta jafnvel skreytt sjálf með sælgæti eða ávöxtum og grænmeti. 

Svo þarf kannski ekki að nefna það en ég tek að sjálfsögðu að mér töfrasýningar í barnaafmælum. 

Barnaafamæli 3 facebook.png
bottom of page